Það er eins og þessi texti sé margra ára gamall. En hann er þó bara síðan í júlí. Það mun líða langur tími þar til lofgreinar á borð við þessa birtast í erlendum blöðum.
Sumar voru nú reyndar að gera okkur gráhærða - sér í lagi þær sem fjölluðu um Íslendinga eins og við værum einfeldningar með mosa í naflanum og sérviskulegar matarvenjur.
Kunningi minn skrifaði BA-ritgerð um álfatrú og vegagerð fyrir hartnær áratug.
Hann fær (fékk) ennþá viðtalsbeiðnir við evrópska og ameríska fjölmiðla - og þá sem álfasérfræðingur.
Greinin er hræðilega væmin en það er þó eitthvað sjarmerandi við þessa staðhæfingu:
If butterfly wings made a sound, the fluttering would sound like the lovely Icelandic language.
20 október 2008
Ég man þá tíð...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hér er önnur sem er ekki síður útrunnin:
No wonder Iceland has the happiest people on earth
ha, ha - góður. Ég fer þó ekki ofan af því að Ísland er besti staður í heimi þegar kemur að afslöppuðum viðhorfum landans til fjölskrúðugra fjölskyldusamsetninga og einstæðra foreldra. Sá kúltúr tengist ekki góðærinu sérstaklega og breytist vonandi ekki í harðærinu.
Skrifa ummæli