21 október 2008

Ókeypis inn

Góðar fréttir að berast í hús. Ákvörðun um ókeypis aðgang að söfnum borgarinnar var tekin í tíð 100 daga meirihlutans og um áramótin opnuðust dyrnar upp á gátt.

Sama þróun hefur átt sér stað í löndunum umhverfis okkur - aðsóknin eykst til muna sé aðgangseyrir enginn.

Og nú kemur sér aldeilis vel að efnahagur fólks komi ekki í veg fyrir að það njóti okkar frábæru listasafna.

Ég hvet alla til að sækja söfn borgarinnar heim. Og raunar bókasöfnin og sundlaugarnar líka fyrst kona er byrjuð að telja upp margt af því góða sem borgin hefur upp á að bjóða.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er bara að lengja opnunartímann. Hver kemst svo sem á safn fyrir kl. 15:30?

Nafnlaus sagði...

Hvað meinarðu eiginlega með 'Ókeypis' ?

Við erum að borga fyrir þetta með sköttunum okkar, því ekki er það Jólasveinninn sem splæsir.
Útgjöld í ríkislist, getur ekki talist til forgangsatriða í núverandi ástandi. List er lúxus, og lúxus er eitthvað sem við getum ekki lengur leyft okkur. Þvímiður.

Jensi sagði...

Í alla staði frábært! Fyrir safnanerði er ekkert skemmtilegra en söfn iðandi af mannlífi. Fólk að njóta lista. Reykjavík á mikil verðmæti í söfnum sínum og það er frábært að færa fólkið nær þeim með þessum hætti.

Oddný er sagði...

Kæri Júlíus Valsson

Söfn Reykjavíkurborgar eru þrjú: Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn.
Hafnarhús og Kjarvalsstaðir eru opin alla daga - líka um helgar - frá 10-17. Auk þess er Hafnarhús opið á fimmtudögum til klukkan 22. Ásmundarsafn er opið alla daga - líka um helgar - frá 13-16.
Með bestu safnakveðju - Oddný

Oddný er sagði...

Þegar ég segi söfn Reykjavíkurborgar vísa ég til þeirra þriggja safna sem heyra undir ,,Listasafn Reykjavíkur". Fleiri eru söfnin vitanlega.