16 október 2008

Jafnvægi milli kvenna og karla

Ég sakna þess hvað lítið er talað um mikilvægi jafnréttis og jafnvægis á þessum umbrotatímum. 


Það er morgunljóst að við endurmótun íslensks samfélags þurfa raddir og sjónarmið bæði karla og kvenna að heyrast - hátt og skýrt. 

Hvar er kvennahreyfing míns góða flokks? Hvar er jafnréttisumræðan meðal karla og kvenna á Alþingi? Nú er verið að skipa í ótal nefndir og allt á suðupunkti. Nú er lag að beita skynsemi og réttsýni og skipa konur og karla til jafns - til uppbyggingar réttláts samfélags. 

Þrátt fyrir góðan árangur jafnréttismála á mörgum sviðum íslensks samfélags þá má öllum vera ljóst að annað kynið fór fyrir fjármálaútrásinni sem nú hefur sviðið íslenska jörð svo um munar. 

Ætlum við ekki læra af því? 

Það er á svona stundum sem jafnréttismálin ættu að vera á tungubroddum allra ráðamanna - og kvenna. 

Karllæg gildi hafa ráðið för síðasta áratug. Krafa tímans er jafnvægi - með þátttöku beggja kynja.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt fréttum síðustu daga er verið að skipa konur í forystu bankanna. Hvaða blöð ert þu að lesa =)

Nafnlaus sagði...

Er græðgi karllægt gildi?

Oddný er sagði...

Sæll Ingi - það er jákvætt skref en meira þarf til. Ég er að tala um nýja hugsun og ný gildi og vona sannarlega að allir innleiði hana, líka nýju bankastjórarnir okkar.

Nafnlaus sagði...

Sael Oddny,

thad virdist flestum ljóst ad islenskt samfelag tharf a nyjum gildum, nyrri hugsun og nyrri stefnun ad halda.

Er tad ekki of einfalt hja tér ad telja samfelagid sem nu er hrunid hafa verid byggt a karllaegri hugsun?

Nafnlaus sagði...

Lítið farir fyrir jafnréttisumræðunni? Einmitt mikið verið gert úr nýjum bankastjórum og Auði Capital fjárfestingabanka. Segi það sama og Ingi, hvaða blöð ert þú að lesa?
Kannski er þetta bara dæmi um að mikið vill meira eða hvað?
Reyndar eru þessir nýju bankastjórar Glitnis og Landsbanka beint úr röðum æðstu stjórnenda þessara banka og stóðu fremst í útrásinni og, væntanlega, básúnuðu karllæg gildi sín yfir bankaheiminn.

Nafnlaus sagði...

Aldrei heyrði ég feminista, þakka karllægum gildum þegar útrásin gekk sem best. Aldrei!!

Hvernig getur það þá verið þeim að kenna þegar illa gengur?

Nafnlaus sagði...

Já, vona að jafnrétti náist. Þarf samt lítið til að það halli öðru hvoru megin. Spurining að um semja ákveðin vikmörk sem eru ásættanleg