30 janúar 2010

Þakklæti

Þá er prófkjöri okkar Samfylkingarfólks í Reykjavík lokið.

Efst í huga mér er þakklæti fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk í 2. sætið, fyrir samskiptin við fjöldann allan af frábæru Samfylkingarfólki undanfarnar vikur og fyrir það að fá að vera í forystusveit flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Þið megið treysta því að framundan er spennandi tími í Reykjavík, tími uppbyggingar og umbóta.


Oddný

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur, Oddný, og sterkan framboðslista í Reykjavík!
Þórunn Sveinbjarnardóttir