24 janúar 2010

Unga fólkið í Reykjavík

Hér er stuðningsgrein frá Agnari Jóni Egilssyni leikstjóra:

Oddný Sturludóttir hefur unnið þrekvirki á síðastliðnum misserum fyrir unga fólkið í Reykjavík. Hún er óþreytandi við að leita lausna fyrir atvinnulaus ungmenni, í stefnumótandi umræðu fyrir ungmenni borgarinnar, bæði til skemmri og lengri tíma.
Oddný er kraftmikil og áhugasöm í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún veigrar sér ekki við að leita samstarfs utan flokks ef málefnið krefst þess og alltaf hugsar hún um velferð manneskjunnar en ekki kerfiskallana og stöðu hennar innan flokksins.

Oddný er hugrökk og einbeitt og ég treysti henni til að vera í forystusveit Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.

X fyrir Oddnýju í 2. sætið
Agnar Jón Egilsson, leikstjóri

Engin ummæli: