23 janúar 2010

Menningarsíðdegi með Lay Low, Heru Ólafs og Páli Valssyni

Í dag býður stuðningsfólk mitt á menningarsíðdegi á kosninga- og menningarmiðstöðinni minni Bankastræti 14.
Lay Low syngur nokkur lög, Hera Ólafsdóttir syngur ljúfar vinavísur og Páll Valsson fléttar saman menningar- og Reykjavíkursögum og kryfur pólitískt erindi Dísar og móður í hjáverkum.
Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir, en gleðin hefst kl. 16. Léttar veitingar verða í boði, kaffi og heimasmurt.
Vonast til að sjá ykkur sem flest, og að sjálfsögðu með börnin, þau munu una sér vel í barnahorninu okkar sem er rómað um alla borg.
Sjáumst!

Engin ummæli: