Ég gef kost á mér í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Síðastliðin fjögur ár hef ég helgað mig mennta-, frístunda-, menningar- og atvinnumálum. Ég leiði m.a. starf atvinnumálahóps borgarstjórnar þar sem fjöldi verkefna er kominn af stað til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis fyrir íbúa Reykjavíkur.
Hlutverk Reykjavíkurborgar við mótun lýðræðislegs og manneskjulegs samfélags á Íslandi er stórt. Samfélagsleg ábyrgð borgarinnar í atvinnumálum, forystuhlutverk á sviðum menningar og ferðamennsku og framúrskarandi mennta- og frístundastofnanir varða veginn til framtíðar. Ekkert barn né ungmenni má líða fyrir vanhæfi frjálshyggjustjórna síðustu áratuga. Jöfn tækifæri allra barna, óháð uppruna og efnahag, eiga að vera aðall Reykjavíkur og velferð allra borgarbúa á að leiða forgangsröðun við meðferð fjármuna.
Áfram verður að byggja upp þjónustu við Reykvíkinga í öllum hverfum borgarinnar og vinna gegn þeirri miðstýringu sem einkennt hefur sitjandi valdhafa. Markmið Samfylkingarinnar er kosningasigur og leiðtogahlutverk við stjórn borgarinnar á næstu árum. Forysta okkar mun tryggja ábyrga meðferð fjármuna, skilning á þörfum fjölskyldna og metnað í þjónustu við borgarbúa.
Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa síðustu vikur og mánuði hvatt mig til áframhaldandi starfa fyrir Reykvíkinga.
08 janúar 2010
Fyrir Reykjavík
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Glæsilegt, gangi þér sem best. Hefðir mátt stefna hærra jafnvel.
"sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis"..."Hlutverk Reykjavíkurborgar við mótun lýðræðislegs og manneskjulegs samfélags á Íslandi er stórt",..."Samfélagsleg ábyrgð borgarinnar"...og svo framvegið.. hvar lærðir þú að skrifa svona?
Augasteinn vorsins, lambagrasið litla,
löngum í draumi sá ég þig í vetur.
Guði sé lof, að líf blómstrar aftur,
líkt þeirri von sem aldrei dáið getur.
Baráttukveðja frá dyggum stuðningsmanni.
Stefán Rafn
Helstu kostir stjórnmálamanna er heiðarleiki og ósérhlífni. Ég tel Oddnýju búa yfir þeim kostum.
Gott gengi Oddnýjar skiptir Reykvíkinga miklu máli.
Áfram Reykjavík!
Skrifa ummæli