Arndís B. Sigurgeirsdóttir, bóksali í Iðu hefur sent mér þessa fallegu hvatningu í prófkjörinu.
Oddnýju Sturludóttur þekki ég vel af verkum hennar sem borgarfulltrúi. Hún hefur djúpan skilning á þörfum atvinnulífsins í borginni og gerir sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess að fyrirtæki búi við sem best skilyrði, enda er það hagur borgarbúa allra.
Sem eigandi fyrirtækis í miðborginni hef ég átt töluverð samskipti við Oddnýju. Þar hefur vakið athygli mína að hún kynnir sér öll mál út í ystu æsar og leggur metnað sinn í að finna lausnir sem eru sem flestum til hagsbóta. Þannig borgarfulltrúa eiga Reykvíkingar skilið.
Arndís B. Sigurgeirsdóttir
Iðu, Lækjargötu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli