Smá fróðleikur um frambjóðandann Oddnýju Sturludóttur.
Ég hef komið víða við í störfum mínum fyrir borgarbúa síðastliðin fjögur ár og starfað að menningar- og miðborgarmálum, jafnréttis-, velferðar- og skipulagsmálum. En líklega slær hjarta mitt örast með mennta- og menningarmálunum. Í raun öllu sem viðkemur börnum og ungmennum.
Mamma er kennari og heitir María Norðdahl. Hún vinnur hjá Kennarasambandi Íslands. Pabbi er hugbúnaðarsérfræðingur og formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Ég á þrjá bræður, Snorra sem starfar við kvikmynda- og auglýsingagerð í New York, Kára sem starfar í tónlistargeiranum og Tómas sem er nemi í Austurbæjarskóla. Ég á tvö börn, Margréti Maríu (4) og Kára Daníel (6).
Ég lifi bíllausum lífsstíl. Það getur verið dálítið krefjandi með tvö lítil börn en einhvern veginn gengur það upp. Ég bjó í Þýskalandi fyrir sex árum og komst þar upp á lagið með metnaðarfulla endurvinnslu heima fyrir. Þar eigum við Reykvíkingar verk að vinna.
26 janúar 2010
Málefni barna og ungmenna eru stóru málin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli