26 janúar 2010

Öflugir samherjar og stuðningsmenn

Prófkjör okkar Samfylkingarfólks í Reykjavík er nú á lokasprettinum og frábært að sjá hversu mikil orka er að leysast úr læðingi í öllum hornum vegna þess. Vinir, vandamenn og stuðningsmenn hvers konar stíga fram og hjálpast að við að styðja sinn frambjóðanda.

Sjálf er ég svo heppin að eiga mikið af góðu fólki sem stendur með mér í þessu verkefni. Meðal þess sem stuðningsmenn mínir hafa komið á laggirnar er stuðningssíða við framboð mitt á Facebook, þar sem ýmis mál eru tíunduð, bæði helstu áherslur mínar, yfirlýsingar frá stuðningsmönnum og margt fleira skemmtilegt.
Hér má sjá síðuna.

Það eru forréttindi að fá að bjóða fram með jafn góðu og frambærilegu fólki og býður sig nú fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hér eru á ferðinni góðir samstarfsmenn mínir til fjögurra ára og að auki nýtt og spennandi fólk. Við erum sammála um þetta ég og stuðningsmenn mínir og höfum þá sjálfsögðu vinnureglu að tala alltaf af virðingu um samframbjóðendur mína.

Einn félagsmaður tók eftir þessu í símtali af kosningaskrifstofu minni í vikunni og skrifaði skemmtilegan pistil um málið.

3 ummæli:

Héðinn Björnsson sagði...

Sæl Oddný!
Nú standa fyrir dyrum talsvert af útburðum úr félagslega húsnæðiskerfinu og a.m.k. 9 eingöngu vegna fátæktar. Ert þú tilbúinn að vinna að því að hætt verði útburðum úr félagslega húsnæðiskerfinu ef þú verður borgarfulltrúi?

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin er Hrunflokkur

Nafnlaus sagði...

Sammála.

Hrunflokkur. Ekkert skárri en sjálfstæðisflokkurinn.