28 janúar 2010

Heiðarlega, skapandi og skemmtilega borg

Reykjavík er borg margbreytileikans. Íbúarnir koma frá öllum heimsins hornum og störfin eru fjölbreytt. Leyfum þúsund blómum að blómstra í atvinnusköpun á höfuðborgarsvæðinu. Engin töfralausn er til önnur en sú að styðja við smá sem stór fyrirtæki, menningarverkefni, ferðamennsku og framrtakssemi. Regluvirki borgarinnar á að vera einfalt og skilvirkt fyrir duglegt fólk á öllum aldri.

Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki við mótun lýðræðislegra samfélags á Íslandi. Ábyrgð hennar á því að innleiða ný vinnubrögð í anda samstarfs og samþættingar er mikil. Flutningur verkefna til sveitarfélaga sem tengjast öldruðum og fötluðum íbúum þeirra er mikilvægt skref í átt til aukinnar velferðar og metnaðarfyllri þjónustu. Samstarf sparar bæði spor og fjármagn, við höfum ekki lengur efni á múrum milli stofnanna og stjórnsýslustiga.

Til þess að koma auga á samstarfsmöguleikana þarf fólk sem hugsar í lausnum og lætur verkin tala. Við þurfum gagnsæja og heiðarlega stjórnsýslu þar sem einkavinir fá sömu meðferð og ókunnugir og almannafé rennur til verkefna í almannaþágu.

Engin ummæli: