Í dag talaði ég við góðan félaga úr arkitektastétt. Hann lýsti áhyggjum sínum af stöðu kollega sinna, sérstaklega unga fólksins sem nú hefur misst vinnuna. Ég sagði honum frá áherslum atvinnumálahópsins sem ég leiði - en þar höfum við skoðað ótal atvinnuátaksúrræði. Meðal annars höfum við skoðað starfsþjálfun, en á Íslandi hefur ekki verið rík hefð fyrir slíku.
Erlendis er rík hefð fyrir því að nýta ungt fólk í starfsþjálfun hjá hinu opinbera, sérstaklega á sviðum sem snerta skipulagsmál, arkitektúr, hönnun og verkfræði. Því höfum við ákveðið að setja borgarhagfræðing og skipulagsstjóra, ásamt öðru góðu starfsfólki Reykjavíkurborgar fyrir það verkefni að móta verklag borgarinnar með stórsókn í starfsþjálfun í huga. Ekki síst er þar horft til skipulagssviðsins. Þar gætu arkitektar í atvinnuleit komist á starfsþjálfunarsamning með samstarfi við Vinnumálastofnun, til að nýta þeirra góðu kunnáttu í þágu borgarinnar - og koma í veg fyrir að fólk í atvinnuleit sitji heima óvirkt. Ég bind miklar vonir við það starf.
Hér er linkur á skýrslu atvinnumálahóps sem kynnt var borgarstjórn við framlagningu fjárhagsáætlunar. Á grundvelli hennar var ákveðið að veita 150 milljónum á þessu ári til atvinnuátaksverkefna af öllu tagi. Starfsþjálfun er það á meðal.
27 janúar 2010
Gegn atvinnuleysi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halló Oddný.
Starfsþjálfun, eða internship er að sniðugt að hluta til. Oftast eru svona stöðu í nokkra daga eða 2 vikur. Stundum í 3-4 mánuði í senn.
Þetta er hættuleg leið Oddný, einfaldlega vegna þess að þetta býr til ódýrt vinnuafl í störfum sérfræðinga. Til dæmis í Bretlandi sem ég þekki vel til, þá er fólk ráðið inn sem interns í nokkra mánuði, og síðna fer það, og nýr intern kemur inn.
Þetta hljómar vel en er í rauninni ekki eins sniðugt og það virkar á blaði.
Skrifa ummæli