Hér er sýnishorn af tillögum og málum sem ég hef talað fyrir í borgarstjórn og á vettvangi menntaráðs. Nær allar tillögurnar voru samþykktar og eru komnar í farveg. Sumar alla leið.
-Tillaga um að Reykjavík verði bókmenntaborg UNESCO
-Tillaga um endurskoðun húsverndaráætlanna Reykjavíkur
-Tillaga um formlegt samstarf ríkis og borgar um virkni, ráðgjöf og námsleiðir handa atvinnulausu fólki.
-Tillaga um jafnréttisátak í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því að konur settust í bæjarstjórn Reykjavíkur.
-Tillaga um ný ritsmíðaverðlaun veitt börnum og ungmennum til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur
-Tillaga um betrumbætur á þjónustu við lesblind börn í skólum Reykjavíkur
-Mótun nýrrar skólastefnu fyrir grunnskóla Úlfarsárdals sem byggja á samþættingu listgreina við aðrar námsgreinar og nýrri hugsun í skipulagi skóladagsins.
-Tillaga um endurskoðun eineltisáætlanna Reykjavíkurborgar.
-Tillaga um að Reykjavíkurborg skrifi undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum.
-Tillaga um að Reykjavíkurborg leiði tilraunaverkefni um ráðgjöf, sjálfsstyrkingu og menntunarúrræði fyrir langtímaatvinnulaust fólk yngra en 30 ára í Reykjavík.
Eins hef ég verið fyrsti talsmaður í borgarstjórn fyrir stefnumótun í málefnum innflytjenda sem leiddi til mikilla umbóta fyrir börn af erlendum uppruna í skólum. Auk þess hef ég talað fyrir samþættingu frístunda- og skólastarfs, atvinnumálum ungmenna og aukins samstarfs borgarstofnana við íbúa og frjáls félagasamtök í hverfum borgarinnar.
26 janúar 2010
Verkin tala
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli