23 janúar 2010

Gæðastund með góðum vinum og meðframbjóðendum

Í dag átti ég gæðastund í kosninga- og menningarmiðstöðinni minni Bankastræti 14 með góðum vinum og meðframbjóðendum.
Lay Low flutti nokkur lög, Hera Ólafsdóttir söng vinaljóð og Páll Valsson blés mér og öllum viðstöddum eldmóð í brjóst.
Þetta hefur verið einstakur vinadagur og frábært að verja honum með þessu flotta og skemmtilega fólki.
Menningarsíðdegið átti einkar vel við, þar sem það er mér mikið hjartans mál að efla lista- og menningaruppeldi í leik- og grunnskólum borgarinnar.

Hér er hægt að sjá nokkrar myndir sem ég tók og sendi á Twitterinn minn á meðan á fjörinu stóð.

Engin ummæli: