Á því kjörtímabili sem senn er á enda, hef ég unnið mikið að mennta- og æskulýðsmálum, enda málefni barna og ungmenna mér hugleikin. Leikskólamálin eru þar á meðal en ég sit sem fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði Reykjavíkurborgar.
Hér eru vangaveltur mínar um þann dýrmæta mannauð sem við eigum í leikskólakennurunum okkar og þá miklu alúð sem þeir leggja í störf sín, og verðmætin sem liggja í vináttuböndunum og væntumþykjunni sem myndast á milli starfsfólks leikskólanna og barnanna.
Þá er hér nýlegt viðtal úr fréttum Ríkisútvarpsins, þar sem fjallað er um niðurskurðarhugmyndir á leikskólum borgarinnar, sem ég tel gagnrýniverðar. Hér þarf að huga að þeim miklu verðmætum sem búa í starfsfólki leikskólanna og velta því fyrir sér hvernig þau verða best varðveitt, þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem nú eru uppi í rekstri sveitarfélaganna. Það er jú ljóst að við þurfum að sýna ráðdeild í rekstrinum, en við verðum að spara á réttu stöðunum.
21 janúar 2010
Verðmætin í leikskólunum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli