30 janúar 2010

Fallegur kosningadagur

Reykjavíkurborg skartar sínu fegursta á prófkjörsdegi okkar Samfylkingarfólks. Kjósendur skunda á kjörstað í sínu fínasta pússi og aðrir sitja heima við tölvuna og gefa sínu fólki atkvæði í gegnum internetið.

Þessi kosningabarátta okkar samherjanna í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar og nýliðanna frambærilegu hefur verið snörp og heiðarleg og nú leggjum við verk okkar og áherslur í dóm kjósenda.

Það hefur verið mér einstök ánægja að starfa að hagsmunum borgarbúa síðastliðin fjögur ár og ég hlakka til næstu fjögurra, þar sem stefnan verður sett á góð verk og uppbyggingu til framtíðar fyrir okkur öll, íbúa höfuðborgarinnar.

Áfram Reykjavík!

Engin ummæli: