Stundum les kona pistla sem koma við hjartað í henni. Hér er einn slíkur.
Árið 2000 skrifaði ég bók ásamt tveimur öðrum stelpukonum. Aðalpersónan í bókinni velti því stöðugt fyrir sér hvort hún væri stelpa - eða kona. Venjulega óvenjuleg eða óvenjulega venjuleg. Umræða án enda, endalausar vangaveltur og engin svör.
Bókin höfðaði til kvenna á öllum aldri, eiginlega mest til kvenna sem voru tveimur áratugum eldri en skáldasagnapersónan Dís - og konustelpurnar sem skrifuðu söguna hennar.
Það þótti okkur furðulegt. En eftir því sem árin færast yfir verður mér ljósara að kona verður alltaf stelpa og öfugt. Það er bæði gleðiefni og veldur mér áhyggjum.
Hvað um það. Obba verður að skrifa bók fyrir okkur. Þeirri áskorun er hér með komið á framfæri.
22 september 2008
Stelpa eða kona?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli