Kona veit eiginlega ekki hvað hún á að halda með stöðu lögreglumála í landinu. Bullandi ósættið er yfirþyrmandi og ekki hægt að segja að traust ríki á milli lögreglumanna- og stjóra og ráðherra.
Nú er bráðum ár síðan fjórir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar stóðum næturvaktina með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar kynntumst við öguðu og faglegu lögregluliði en kynntumst því líka að kjörin eru lök, álagið mikið og skorturinn sár á meiri sýnilegri löggæslu.
Ég hef mikið álit á lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáni Eiríkssyni og finnst hann mæla allra manna heilastur hér.
Það er góð regla fyrir stjórnmálamenn að hafa í huga að hlusta á fólkið sem sinnir störfum sínum dags og nætur og þekkir best hvar þörfin er brýnust.
Almenn löggæsla má ekki líða fyrir uppbyggingu verkefna hjá Ríkislögreglustjóra.
25 september 2008
Að hlusta
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli