12 september 2008

Fallegasta hljóðfærið

Tónleikarnir með Tindersticks voru stórfínir. En þrátt fyrir stórkostlegan söngvara og dásamlegar lagasmíðar tókst sellistanum algjörlega að stela minni athygli. 


Selló koma reyndar iðulega hressilega við hjartað í píanistum. Ekkert hljóðfæri rímar jafn vel við píanóið í samspili. Fallegustu tónsmíðar í heimi hafa verið samdar fyrir selló og píanó. 

Og hér er eyrnakonfekt, nammi namm. Pablo Casals faðmar sellóið en eftir hann liggur ein besta ævisaga sem ég hef lesið; Ljós og skuggar á langri leið. En í framhjáhlaupi verð ég að geta annarrar ævisögu fyrir þá sem áhuga hafa á þessari ,,sjönru" yfirleitt, en það er ævisaga ,,Galínu". Rússneskrar óperusöngkonu sem byggði upp sinn feril í Sovétríkjunum kommúnismans.

Báðar þessar bækur eru ófáanlegar en Bragi gæti átt eintak. 

Í dag klófesti ég loksins Blótgælur Kristínar Svövu Tómasdóttur eftir langa leit. Bóksalinn í Eymundsson Austurstræti sagði að ég hefði líklega keypt síðasta eintakið í landinu. Þá er ekki eftir neinu að bíða að skríða til hvílu með því efnilega ungskáldi

Vonandi verður hitt skáldið ekki abbó.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Abbó? Skáld eru alltaf að farast úr afbrýðisemi. Hverja mínútu.

Rómverji