04 september 2008

Þolinmæði ljósmæðra

Ég heyrði viðtal við forsvarskonu ljósmæðra í sumar. Talið barst sem von var að yfirvofandi kjarabaráttu þeirra. Það var svo flott sem hún sagði þegar hún lýsti baráttuandanum í hópnum.


Það var einhvern veginn á þessa leið: 

Við erum yfirsetukonur og vanar því að bíða. En við hættum aldrei fyrr en barnið er komið í heiminn. 

Ég óska þess sannarlega að deiluaðilar leysi hnútinn sem fyrst. Ljósmæður eiga að fá laun í samræmi við sína menntun. Fleiri eru á sama máli. 

Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa þeirri yndislegu alúð og faglegu umhyggju sem þessi stétt kvenna hefur sýnt mér og minni fjölskyldu. Með þeim hafa foreldrar á Íslandi deilt sínum dýrustu stundum. 

Ljósmæður eiga stuðning okkar hjónaleysa í sinni baráttu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonandi verða ljósurnar - þegar tímar líða - eins jafnar og við:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Rómverji