26 september 2008

Sjálfsögð þjónusta

Við eigum Ríkissjónvarp. Um það eru ekki allir sáttir en þó flestir sáttir um að sjónvarp í eigu skattborgara eigi að veita góða þjónustu, vera öryggistæki og sinna vel menningarhlutverki sínu sem ríkisfjölmiðill.

16% landsmanna eru heyrnarskertir og gætu notið íslensks efnis ef það væri textað. Sem það er ekki nema við hátíðleg tækifæri.

Auðvitað á Ríkissjónvarpið okkar að texta alla fréttatíma, alla íslenska gaman- og glæpaþætti, spjallþætti, fréttatengda þætti og barnaefni. 888-síðan er þegar til - af hverju ekki að veita þessa sjálfsögðu þjónustu?

Ég get mér þess til að þetta séu í mesta lagi tvö stöðugildi sem þyrfti til að sinna textavinnu af þessu tagi. Kannski jafnvel minna.

Tímum við því ekki fyrir 16% landsmanna? Drífum í þessu og gerum það strax.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt að benda á að það er ekki hægt að texta efni sem sent er út í beinni útsendingu...
hitt á að sjálfsögðu að texta

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr!

kókó sagði...

Það er eflaust hægt að texta beinar útsendindar, með hraðritun. Þurfa að pikka helstu punkta, þyrftu ekki að vera orðréttar setningar.

Nafnlaus sagði...

Sæl Oddný
Þörf ábending hjá þér, það er sárt hversu illa er staðið að textunarmálum sjónvarpsstöðvanna,þetta er hlutur sem alltof fáir heyrandi einstaklingar spá í og er það held ég ástæðan fyrir áhugaleysi um þennan málaflokk. Ég hef td sent tölvupósta á Ríkissjónvarpið og Stöð 2 og óskað eftir umræðu um málefni heyrnarskertra og tinnitusþolenda en mér er aldrei svarað, og ekki bólar á umræðu um þessi mál.Bestu kveðjur frá Hrísey,Kristín Björk.

Nafnlaus sagði...

Vil benda á að það er alveg hægt að texta beinar útsendingar. Sem dæmi nefni ég að heyrnarskertur íslenskur maður var á ferð í London á sama tíma og frægur úrslitaleikur okkar íslendinga á Olympíuleikunum Peking í handbolta var háður og við fengum silfrið. Hann horfði á leikinn textaðan í BEINNI útsendingu í hótelherberginu sínu á ensku auðvitað (tek fram að hann er vel í sér ensku eftir að hafa búið erlendis um árabil). Hann fékk sem sagt leikinn beint inn í æð með lýsingunum miðað við það sem við íslendigar fáum. Skráning texta í beinni er aðeins um 5 sek á eftir rödd þularins í lýsingu. BBC textar allt að 99% sjónvarpsefnis síns og hefur náð markmiði sínu. Tæknin er til staðar og miðað við það tækniumhverfi sem við íslendingar einhver mesta velferðarþjóð heims hefur yfir að ráða er vel flest hægt. Viðhorfsbreytingar og frekari metnaðar eigenda sjónvarpsstöðva er þörf til að innlent sjónvarspefni verði ÖLLUM landsmönnum aðgengilegt.
Og kæra Oddný, þakka þér fyrir að taka þetta mál fyrir í pistli þínum og sömuleiðis fyrir skemmtilega og fróðlega pístla í gegnum tíðina.

Oddný er sagði...

Takk fyrir það Sigurlín, Kristín Björk og Kókó. Ég kvíði því nefnilega ekki að örðugt reynist að texta beinar útsendingar. Ég skal meira að segja sjálf bjóða mig fram í hraðritunina og fer létt með það!

Þetta er mikið framfaramál fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta en gleymum því ekki hvað útlendingar sem eru að reyna að tileinka sér okkar ylhýru tungu - sem getur verið hörð undir tönn. Besta tungumálakennslan er að horfa á íslenskt efni - með textanum undir.