Hallveig fer af stað með neytendaherferð í kvöld á Hallveigarstíg 1. Hallveig er félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og spyr viðeigandi spurninga í tilefni herferðarinnar.
Hvernig getum við orðið siðrænir neytendur?
Hvaðan koma hlutirnir sem við kaupum?
Hver bjó þá til?
Þurfum við að temja okkur nýja neysluhætti í kreppu?
Ég myndi sjálf vilja bæta við spurningunni
Hvar enda hlutirnir sem við kaupum?
Enda benda kannanir til þess að ,,endurvinnsluvitund" er mjög lítil meðal ungs fólks.
Húrra Hallveig! Flottasta ungliðafélag í heimi.
24 september 2008
Hugsa fyrst, kaupa svo
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er ekki viss um til hvaða aldurshóps þú ert að vísa til þegar þú talar um unga fólkið, en ef þú ert að tala um okkur sem erum undir 30 ára aldri þá benda kannanir þvert á móti til þess að við séum miklum mun meðvitaðri um umhverfi okkar og vernd þess heldur en þeir sem eldri eru.
Vildi bara koma því að.
Skrifa ummæli