21 september 2008

Fjórar raddir fúgunnar

Það er ekki á færi margra að útskýra galdurinn á bakvið góða fúgu. Atli Heimir reyndi það í stórskemmtilegum þætti Evu Maríu í kvöld. Hér er önnur tilraun í boði YouTube - skondin en skýr upplifun af því merkilega fyrirbæri sem fúgur Bachs eru. 


Fjórar raddir en allar jafn réttháar. Tónsmíðin lýtur ströngustu reglum og er í raun ákaflega kerfisbundin. Samt svo sindrandi falleg og áhrifarík. Þannig er J.S. Bach. Mæli með honum. 

Engin ummæli: