11 september 2008

Frammi á gangi

Hugur minn er hjá þunguðum konum og nýbökuðum mæðrum. Það er hræðilegt til þess að vita að nýbakaðar mæður liggi frammi á gangi. Hvert stefnir þessi deila eiginlega?

Stundum er sagt að frumburður konu geri konuna sjálfa að frumburði. Ég tek undir það. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þurfti ég mikla aðstoð frá ljósmæðrum með brjóstagjöf og að endingu fór svo að ég dvaldi fjórar nætur samtals í Hreiðri og sængurkvennagangi.

Ef ég hefði fætt mitt fyrsta barn í nótt þá lægi ég á gangi og væri líklegast á heimleið í dag. Viðkvæm og óörugg.

Frammi á gangi. Mér blöskrar þetta ástand og biðla til deiluaðila að höggva á hnútinn. Við metum störf ljósmæðra meira en svo að viðkvæmar, nýbakaðar mæður liggi frammi á gangi og séu sendar heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyri þig Oddný.

En hvað er í gangi hjá okkar fólki í Ríkisstjórn??

Það á bara að semja við ljósmæður án málalenginga. Þetta er tiltölulega lítil kvennastétt og steypa henni í verkföll er út í hróa hött. Hérna ræðir um að leiðrétta laun kvenna og þetta á ekki að standa svona í Ríkisstjórn þar sem Samfylking hefur aðkomu að. Það er til skammar.

Hvað er Ríkisstjórnin hrædd við? Ef hún er hrædd við að aðrir komi á eftir... þá er það vitleysa. Því allir koma á eftir hvort eð er. Er bara svoleiðis. Getur verið að fleiri kvennastéttir hjá Ríkinu þarfnist leiðréttingar launa sinna?

Nafnlaus sagði...

Verum róleg. Ríkisstjórnin er ráðagóð:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/11/ljosmaedur_uppsagnir_loglegar/

Rómverji