Það sló bónda minn illa þegar ég sagðist hlakka til að fá að skeggræða menntamál borgarbúa á löngum starfsdegi menntaráðs í Elliðarárdal.
Að skeggræða. Það var þó aldeilis karllæg orðanotkun! Því var snarlega breytt í ,,að eggræða". Enda geymum við konurnar eggin - en karlarnir skeggin.
Svona getur tungumálið leikið okkur grátt. Eða bleikt. Eftir því hvernig við lítum á það.
Við hjónaleysin höfum náð sáttum eftir þetta.
Enda var hér kannski bara verið að deila um keisarans egg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli