18 september 2008

Aðeins um minnisvarða skálda...

Ég bjó í Dublin árið 1997 og sá með eigin augum hvað er hægt að fara nýstárlegar leiðir til að minnast horfinna borgarskálda. James Joyce var í brennidepli og borgarbúar fögnuðu því að 75 ár voru liðin frá því Ulysses kom út. Út um alla borg gat að líta línur úr verkinu. Stafirnir trónuðu á efstu hæðum bygginga hér og þar um borgina og voru - haldið ykkur fast - upplýstir og neonbleikir.

Þetta gaf yndislega fallegan blæ og hélt mér hugfanginni á löngum strætóferðum um alla borg.

Og á endanum las ég Ulysses.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég sammála þér um að það eru margar og fjölbreytilegar leiðir til að minnast skálda!

Mér finnst þær eigi að vera fjölbreyttar!

Ein leiðin er hin hefðbundna styttuleið!

Það má ekki sprengja þá leið í loft upp í einhverjum póstmódernískum rétttrúnaði!

Ekki heldur gleyma að oftast lýsir minnismerkið betur þeim sem vilja minnast - en þeim sem skal minnast ...

Nafnlaus sagði...

PS.

jg r nn að lesa Ulysses!

Klárann væntanlega aldrei!