18 september 2008

Jón og séra Jón

Nú eru dugmiklir menn að mála skrifstofur borgarfulltrúa á Tjarnargötu. Ekki fyrir löngu síðan voru hér dugmiklir menn að laga og dytta að ýmsu innanhúss. Í sumar var öll framhlið hússins tekin í gegn. Ef eitthvað bilar eru dugmiklir menn fljótir á staðinn. Þeir eru eiginlega komnir áður en maður lyftir símtólinu. Fyrir nú utan hvað margir dugmiklir menn hafa eytt mörgum vinnustundum í að færa borgarfulltrúa á milli skrifstofa í eilífum meirihlutaskiptum.

(Meirihlutinn er nefnilega á 2. hæð, minnihlutinn á 3. hæð. Og það er víst hoggið í stein sem ég hef reyndar ekki fundið þrátt fyrir mikla leit).

Ég er ekki viss um að umsjónarmenn frístundaheimila, skólastjórar og kennarar hafi sömu sögu að segja þegar laghenta iðnaðarmenn þarf á staðinn vegna viðhalds og skemmda. Ég veit fullvel að við dugmiklu mennina er ekki að sakast.

Allt er þetta spurning um forgangsröðun.

Engin ummæli: