10 september 2008

Siljuskaup

Silja vinkona mín Hauksdóttir mun leikstýra skaupinu í ár eins og lesa má í Fréttablaðinu í dag. Góðar fréttir fyrir gamlárskvöld því Silja er snillingur - og það segi ég þrátt fyrir bullandi hlutdrægni. 


Skaupið er krefjandi sköpunarverk og það veit ég að gamlárskvöld hjá Skaupshöfundum og leikstjórum fer mestmegnis í að naga neglur og svitna í lófum!

En ég get ekki látið undir höfuð leggjast að kryfja aðeins fréttina í Fréttablaðinu í dag og ýmislegt sem þar kemur fram. Viðmælendur leggja áherslu á að þarna fari ungur leikstjóri og sérstaklega tekið fram að henni sé algjörlega treystandi fyrir verkinu þó ung sé. 

Ég minni á að Reynir Lyngdal sem leikstýrði Skaupinu í fyrra er jafnaldri okkar Silju og ég man ekki sérstaklega eftir því að forsvarsmenn Sjónvarpsins hafi tekið það fram að hann væri ungur að árum og að þeir hafi keppst við að sannfæra fólk um að þeir treystu honum!

Engin ummæli: