Bíðum nú aðeins hæg
Með fullri virðingu fyrir þingmönnum og þeirra mikilvæga starfi.
Þessi nýi óskalisti þingmanna fær mig til að hugsa um fjölda borgarfulltrúa - umræða sem blossað hefur upp af og til síðan ... tja... um miðja síðustu öld.
Anna Kristinsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og skemmtilegur bloggari hefur oftsinnis tjáð sig um þetta í ræðu og riti.
Bæjarfulltrúar í Reykjavík voru fimmtán talsins árið 1908 - og viti menn, þeir eru líka fimmtán árið 2008.
Varla þarf að tíunda þær breytingar á borgarsamfélaginu, lýðræðisþróun, umfangi og umsýslu þessa stóra og litríka sveitarfélags frá árinu 1908.
Samt erum við ennþá fimmtán. Og aldrei höfum við krafist þess á opinberum vettvangi að við þyrftum aðstoðarmenn.
Femínískur fróðleikur: Bæjarfulltrúar voru 11 þar til árið 1908 að Kvennalisti undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur bauð fram og náði óvænt inn fjórum konum. Mikill kosningasigur sem minnst var með veglegum hætti 24. janúar síðastliðinn að áeggjan minni.
Til að ekki yrði gengið á hlut karlanna í bæjarstjórn var ákveðið að fjölga fulltrúum einfaldlega um fjóra...
Það heitir á femínísku; Jákvæð mismunun...
27 febrúar 2008
Jákvæð mismunun?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Niðurlagið í pistlinum er reyndar sögufölsun, en boðskapurinn er góður.
Sæll Hrólfur -
Ég biðst forláts á sögufölsun - ég heyrði þessa sögu í Ráðhúsinu þgar 100 ára tímamótunum var fagnað. Hvenær var það sem borgarfulltrúum var fjölgað? Það var líklegast fyrr.
Kveðja, Oddný
Skrifa ummæli