Ég er að horfa á ÍNN. Yngvi Hrafn er með þrjú séntilmenni í settinu hjá sér. Hall Hallsson, Ármann Kr. Ólafsson og síðastan en ekki sístan - Jón Kristin Snæhólm, fyrrum aðstoðarmann Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóra.
Ég missti af byrjuninni en kom inn í þáttinn þar sem Jón Kristinn talaði um ,,endurkomurétt" pólitíkusa í íslenskum stjórnmálum.
Endurkomuréttur.
Að sjálfsögðu á allt gott fólk skilið að fá uppreista sína æru. Eins og Mona Sahlin sem sagði af sér ráðherradómi fyrir hundrað sinnum smávægilegri feilspor en Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson hefur stigið síðustu daga, vikur og mánuði.
Mona Sahlin er í dag farsæll foringi sænskra jafnaðarmanna. En hún dúsaði lengi í pólitískri útlegð og þurfti að sanna sig fyrir félögum sínum og sænsku þjóðinni á nýjan leik.
Auðvitað er endurkomuréttur sjálfsagt mál.
En til þess að ,,koma aftur" verður fólk að fara... No?
Koma eða fara. Þar er efinn. Burtséð frá því komu ánægjulega margir á Samfylkingarleiðsögn í Hafnarhúsinu í kvöld.
Og allir voru á þeirri skoðun að flugvöllurinn þyrfti að fara - svo þessar flottu tillögur næðu fram að ganga.
Skemmtilega helgur ljómi yfir kortinu af Reykjavík og formanni dómnefndar!
21 febrúar 2008
,,Endurkomuréttur"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli