15 febrúar 2008

Drepa skólar niður sköpunargáfu barna?


Sir Ken Robinson er ,,creativity expert" (þjál þýðing óskast!). Hann var ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í skólamálum og barðist fyrir uppstokkun vestræna skólakerfisins sem hann segir hannað til að mæta kröfum iðnbyltingarinnar. 21. öldin er öld hinna skapandi atvinnugreina og á fátt sameiginlegt með einsleitum kröfum iðnbyltingarinnar.

Hér flytur hann hugvekju um menntun - kraftmikla & kómíska. Styrkti mig í þeirri trú að stöðluð próf og pinnstíf aðalnámskrá stuðlar ekki endilega að hamingju, velferð og árangri barna í skóla. Öll börn eru fæddir listamenn, stærsta áskorun okkar sem mörkum stefnu í skólamálum er að byggja undir styrkleika hvers barns og leyfa sköpunargáfu þeirra að blómstra.

Tékkið á þessu, snilldar fyrirlestur!

5 ummæli:

Ólafur Jens Sigurðsson sagði...

Þýðingar:

Creative expert = sköpunar sérfræðingur

Brilliant = snilldar ;-)

Óli

Nafnlaus sagði...

Hugmyndafræðingur?Óskar

Jón Garðar sagði...

"Hugmyndafræðingur" sem hefur komið fram með hugmyndir - eins og margir - sem löngu er kominn tími til að finna leið til að framkvæma.

Nafnlaus sagði...

Kærar þakkir Oddný fyrir að vísa á þessa slóð. Ástæða til að safna saman góðu fólki til að vinna með "endurnýjun menntahugtaksins" þannig að það þjóni framtíðinni. Slíkt á að vera forgangsverkefni fyrir Jafnaðarmannaflokkinn okkar; Er til í að taka þátt
Bensi

Tony sagði...

Creativity expert gæti kannski verið FRUMVÖRÐUR, samanber orðið framvörður. Og í rauninni gætu kennarar lika verið það. Kennslan ætti í raun að vera meira eins og það að hlúa að gróðri, passa að frumleikinn fari ekki forgörðum. Það vantar kannski meiri FRUMVÖRSLU í skólana.

Var að kíkja á þennan fyrirlestur. Þetta er snjall maður. Frumlegur skapandi í skólastarfi.