29 febrúar 2008

Ég fékk svar...

...og það fyrir dagslok. 


Saklaust sagnfræðigrín snérist upp í hárómantískt bónorð.

En bóndi minn er stríðið kamelljón og heimsborgaralegur heimsmaður og svarið er því á ... lettnesku. 

Ég þakka ÞÍ fyrir frábæra limru og eins þeim fjölmörgu sem hafa hringt og essemmessað góðum kveðjum og óskum. 

Eftir drykklanga stund tókst mér að ráða gátuna sem í þessum tveimur orðum er falin. 

Gangi ykkur vel. Sérstaklega Gunna mági mínum sem ætlar ekki í bólið fyrr en hann ræður gátuna!

Hér er svarið: 

Protams, mīļumiņ!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe :)

Nafnlaus sagði...

á ensku væri þetta sennilega "ofcourse honey!" eða auðvitað ástin :)

Unknown sagði...

Sjúrbeib! Tillukku með þetta. Frumlegt en klassískt.
Liela laime.
/st

Nafnlaus sagði...

Ó, til hamingju. En hvað þetta var sniðugt bónorð!

Nafnlaus sagði...

Gott svar við bóðu boði!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta er frábært og til hamingju.

Nafnlaus sagði...

til lukku með hvort annað - auðvita kom svar, skárra væri það nú :)

bestu keðjur Stella á Brú

Nafnlaus sagði...

Það er tilbreyting í því að fólk er ekki bara að deyja í beinni á blogginu.
Ævinleg hamingja á línuna.
mbk
Siggi