Ég kom inn á hótelherbergi eftir langan dag í New England Center for Children. Ég kveikti á tölvunni, ræsti Útvarp Reykjavík og náði eftirfarandi lokaandvarpi forseta borgarstjórnar;
...og að lokum greiðum við atkvæði um frumvarpið í heild sinni...
Þá var klukkan 22.30 að íslenskum tíma. Þeir geta verið langir fundirnir í borgarstjórn. Og enn tala þeir kollegar mínir í borgarstjórn og nú um REI-skýrsluna. Fram á RAUða nótt býst ég við.
Ég er hins vegar í stórum hópi fólks að skoða stórmerkilegan skóla fyrir einhverf börn í Boston. Senn rís nýr sérskóli í Reykjavík og því skolli mikilvægt að skoða ,,best practices" sem víðast.
Ég var einmitt í einni slíkri heimsókn með hópi af Menntasviði í janúarlok. Við flökkuðum á milli borga í Skandinavíu og stigum einn daginn um borð í lest í Kaupmannahöfn og þá var við völd félagshyggjumeirihluti í Reykjavíkurborg. Við fórum frá borði í Óðinsvé tveimur klukkustundum síðar og þá hafði nýr meirihluti tekið við. Það var skrýtin lestarferð.
Einn af dyggustu embættismönnum borgarinnar komst þá svo að orði:
Við hefðum aldrei átt að stíga fæti um borð í þessa lest...
04 mars 2008
Kveðja frá Boston
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ef þú átt tíma aflögu hvet ég þig til að skoða Boston Childrens Museum. Slíka stofnun vantar líka sárlega í borginni okkar.
http://www.bostonchildrensmuseum.org/index.html
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00
Skrifa ummæli