17 mars 2008

Vorboðinn ljúfi

Þó krónan sé á hraðri niðurleið hækkar sólin á lofti - með tilheyrandi samverustundum utandyra. Samtímis hefst hið árlega karp milli móður og barna um það hvort börnin séu nógu vel klædd. Mæðurnar vilja gjarnan meina að börnin þurfi að fara aftur í peysuna, vera í jakkanum, með húfu, jafnvel með trefil og vettlinga. Alltaf. Annars slær að þeim. Annars fá þau kvef. Það er svo lúmskt kalt í skugganum. Og svo framvegis.

Síðasta sumar snæddi fjölskyldan hjá Rögnvaldi ,,gáfaða" Hvannadalsbróður og konu hans Birnu að Móbergi í Hrísey. Dásamlegt kvöld enda leitun að skemmtilegra fólki. Sem von var hlupu drengirnir 3-9 ára um allan garðinn og mæðurnar höfðu gjarnan á orði að ,,betra væri nú að þeir færu í peysurnar, ósköp er orðið svalt, slær ekki að þeim?"

Þá segja þau sómahjón sögu af litlum frænda sem skilgreindi fyrirbærið peysu á eftirfarandi hátt:

,,Peysa er flík sem mamma mín klæðir mig í þegar henni er kalt."

Engin ummæli: