Þetta er uggvænlegt. Það sem er einnig allrar athygli vert eru tengslin milli árangurs grunnskólanemenda í raungreinum og umhverfisvitundar. Í síðustu PISA könnun kom í ljós að umhverfisvitund íslenskra ungmenna er ein sú daprasta í Evrópu.
Því sterkari umhverfisvitund - því betri árangur ungmenna í náttúrufræðum. Af því má leiða líkum að fleiri mennti sig í fræðunum og að áhuginn aukist almennt.
Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir orkufyrirtæki í eigu almennings. Þau gætu til dæmis beitt sér af miklum krafti fyrir stórsókn í náttúrufræðakennslu í samvinnu við skólana í sínu umdæmi og tekið þátt í að styrkja umhverfisvitund ungra og gamalla. Ekki síður er mikilvægt fyrir slík fyrirtæki að lokka ungt fólk til þess að mennta sig í raungreinum, í raun og veru er það lífsspursmál fyrir þessi fyrirtæki í framtíðinni.
Mér dettur sisvona í hug tiltekið orkufyrirtæki í Reykjavík sem þarf sárlega á jákvæðu og uppbyggilegu verkefni að halda til að flikka upp á ímynd sína.
En ég nefni engin nöfn.
17 mars 2008
Raunir raungreina
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Svo er þetta mjög fámennur hópur sem uppfyllir skilyrðin sem þeir eru að leita að.
Svipað t.d. og að allt í einu uppgötvaðist að augnlæknar réðu yfir mikilsverðri útrásarþekkingu og um leið væri farið að bölsóttast yfir því að ekki væri til nægt heilbrigðismenntað fólk í landinu.
Skrifa ummæli