13 mars 2008

Beðið í Samgönguráðuneytinu

Ég þurfti að ná í manneskju í Samgönguráðuneytinu. Ég var sett á bið eins og gengur og gerist. Á meðan ég beið hlustaði ég á lagið: ,,Ég er á leiðinni". Mér fannst það stórfyndið.

Myndi það ekki flokkast undir vegasöngva? En það á kannski betur við Sjávar- og landbúnaðarráðuneytið, samanber ,,skip mitt skríður frá landi".

Menntamálaráðuneytið hlýtur að bjóða upp á eitt besta lag allra tíma: To Sir with Love - úr samnefndri bíómynd.

Spenntust er ég þó fyrir því að heyra hvað fjármálaráðuneytið hefur upp á að bjóða.
Ég hringi þangað snöggvast.

2 ummæli:

Dagga sagði...

Við í samgönguráðuneytinu sjáum svo sannarlega um siglinga- og flutningamálin líka, þannig að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið á ekkert í Mannakornslaginu góða! :)

Oddný er sagði...

Sæl Dagga - þið eruð sumsé alveg klár í sjóinn! Kveðja, Oddný