05 mars 2008

Hafðu fiðrildaáhrif

Gaman og fróðlegt hér í Boston en vont að komast ekki í Fiðrildagönguna í Reykjavík í kvöld. Ég skora á alla, konur og kalla, að slást í för með þeim djörfu konum í BAS-hópnum og UNIFEM. Hugarvængjum sem blakað er á Fróni geta haft áhrif í fjarlægum heimshlutum.


The Butterfly Effect works!

Gangan er hluti af Fiðrildavikunni sem ætlað er að efla vitund okkar um bága stöðu kvenna á stríðshrjáðum svæðum þar sem nú er ekki aðeins barist um landssvæði heldur einnig lendar kvenna.

Látum ekki draga víglínuna þvert yfir kvenlíkamann! Burt með kynbundið ofbeldi!

Fiðrildagangan hefst á horni Frakkastígs og Laugavegs klukkan 20.00 í kvöld. Gengið verður niður á Austurvöll. Og örugglega til góðs. 

Sjálf mun ég gera mitt besta til að sanna kenninguna um fiðrildaáhrifin héðan frá Boston.

Engin ummæli: