14 mars 2008

Villandi fréttaflutningur

Í gær var ansi hreint villandi fréttaflutningur af fundi Viðskiptaráðs með þátttöku utanríkisráðherra í Köben. Af fjölmiðlum hér heima að dæma mátti skynja að fundurinn hefði verið púkaleg PR-mistök en annað heyrist mér á heimildamönnum mínum í Köben sem fylgst hafa með fréttum af fundinum.

Danskir fjölmiðlar hafa aldrei fjallað ítarlegar um fund Viðskiptaráðs með íslenskum stjórnmálamanni og munar þar verulega frá fundum með forseta Íslands fyrir ári og forsætisráðherra þar áður. Ingibjörg Sólrún var í beinni útsendingu frá fundinum á TV2 sem síðan var ítrekað endurtekið, öll viðskiptablöðin fjölluðu um fundinn í gær og í gær átti Ingibjörg Sólrún fundi með ritstjórum stærstu blaðanna í Danmörku. Í dag er svo stórt viðtal við hana í Politiken og annað von bráðar í Jyllandsposten.

Eins og við öll vitum hefur umfjöllun fjölmiðla í Danmörku verið neikvæð í garð íslenskra viðskiptamanna. Þess vegna voru samtöl utanríkisráðherra við lykilfólk í fjölmiðlaheimi Dana mikilvæg.

En þrátt fyrir neikvæð viðhorf Dana í okkar garð elskum við þá sem aldrei fyrr! Drottningin þeirra elskuleg ku víst hafa verið sæl og glöð með að 40% Íslendinga telja Dani vera sína mestu vinaþjóð. Mestar eru vinsældirnar í yngsta aldurshópnum.

Det er nu det.

Engin ummæli: