Í borgarstjórn í dag urðu þau tímamót að fyrsti útlendingurinn steig í pontu og hélt ræðu. Falasteen Abu Libdeh er tæplega þrítug, fæddist í Jerúsalem og fluttist til Íslands á unglingsaldri. Hún er fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindaráði og stóð sig afburða vel í umræðu um stefnu meirihlutans í mannréttindamálum.
Hér má lesa mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var 16. maí árið 2006, í tíð Reykjavíkurlistans. Þá var Bryndís Ísfold formaður jafnréttisráðs sem síðar breyttist í mannréttindaráð.
18 mars 2008
Tímamót
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sú sem fyrst tók til máls um málefni Reykjavíkur var norsk jenta, Hallveig Fróðadóttir. Því miður var ekki pláss fyrir styttu af henni við hlið eiginmanns hennar Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli né annars staðar í borgarlandinu.
Kveðja, Þráinn Bertelsson
Skrifa ummæli