18 mars 2008

Tímamót

Í borgarstjórn í dag urðu þau tímamót að fyrsti útlendingurinn steig í pontu og hélt ræðu. Falasteen Abu Libdeh er tæplega þrítug, fæddist í Jerúsalem og fluttist til Íslands á unglingsaldri. Hún er fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindaráði og stóð sig afburða vel í umræðu um stefnu meirihlutans í mannréttindamálum.

Hér má lesa mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var 16. maí árið 2006, í tíð Reykjavíkurlistans. Þá var Bryndís Ísfold formaður jafnréttisráðs sem síðar breyttist í mannréttindaráð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sú sem fyrst tók til máls um málefni Reykjavíkur var norsk jenta, Hallveig Fróðadóttir. Því miður var ekki pláss fyrir styttu af henni við hlið eiginmanns hennar Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli né annars staðar í borgarlandinu.
Kveðja, Þráinn Bertelsson