08 mars 2008

Slice of life

Ég heimsótti höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í gær, nánar tiltekið ,,The Deligates Lounge". The lounge er opið á föstudögum eftir vinnu, þar hittast sendierindrekar, fulltrúar, sendiherrar, starfsfólk og starfsnemar Sameinuðu þjóðanna. Ég var í boði vinkonu sem vinnur hjá fastanefndinni. 



Á barnum voru Diplómatar af öllum stærðum og gerðum - frá 192 löndum. It was a  slice of life! 


Það var hið minnsta lygilega skemmtilegt að virða fyrir sér fjölskrúðugan hópinn, giska hver var hvaðan, lesa út úr samskiptum erindrekanna og reyna að yfirfæra þau yfir á samskipti þjóðanna á alþjóðavettvangi.

Ánægjulegt var að hitta fréttaskýranda CBS. Hann hefur sagt fréttir af Sameinuðu þjóðunum í áratugi og telur möguleika Íslendinga á að komast í öryggisráðið góðar. 

,,You´re the Obamas" sagði hann. Spútnik-þjóðin í kosningabaráttunni. Áfram Ísland!

Nú hvílir grautarþykk þoka yfir New York borg. Heimsókn til Brooklyn á döfinni hvar stóri bróðir býr ásamt litla frænda mínum og mágkonu. 

Slice of family-life. Kvennabaráttukveðja frá NY.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kæra vinkona, bið að heilsa Snorra og fjölskyldu. Farðu svo að drífa þig heim..
Bísfold