07 mars 2008

Geimskot frá Nasa

Sit hér á flugvellinum í Boston og bíð flugs til New York þar sem vinkonur og bróðir hafa prógrammerað helgina (byrjum á kokteil í SÞ) fyrir vel sérskólaða og yfirfundaða konu eftir vikuna hér í Massachussettes. Mikið fyrirmyndaríki þar á ferð. Einskonar Svíþjóð Bandaríkjanna.


Á flatskjánum yfir Starbuck's staðnum, sem eg sit á, flöktir mynd af Hillary Clinton (heyri ekki talið) á fundi með æstum stuðningsmönnum. Hún er fyrsta konan sem hefur komist í námunda við Hvíta húsið. Spurning hvort hún fari alla leið. 

En þetta minnir á það að á morgun er MJÖG MIKILVÆGUR baráttufundur á NASA klukkan fimm, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þar sem rætt verður og peppast verður í kringum spurninguna "Skiptir máli að hafa konur í áhrifastöðum?" Svarið er augljóst en það er spurning hvort NASA nái að senda nokkrar íslenskar konur út í geiminn og gera þær að alþjóðlegum áhrifastjörnum...

Á fundinum munu tvær ráður úr ríkisstjórn Íslands tala, þær Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín, ásamt fleirum.

Minni á fleyg orð Casey Kasem, hins kunna útvarpsmanns sem lengi hélt úti American Top 40 listanum og gerir sjálfsagt enn: "Keep your feet on the ground but keep reaching for the stars."

Allir á Nasa! 

Bestu kveðjur frá NY. - Odd Knee

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

(Oddný Sturludóttir),,Á fundinum munu tvær ráður úr ríkisstjórn Íslands tala .."

Tvær ,,ráður" ?

Eru engin takmörk fyrir tilduryrðasmíðinni?

Næst þegar kona verður kosin forseti Íslands má búast við sú verði titluð forsæta af Oddnýju Sturludóttur og lagsmeyjum hennar.

Eða fyrirsæta.

Oddný er sagði...

Ráður og ráða eru ný orð fyrir hið lénsherralega orð ráðherra.

Höngum ekki í hefðinni eftir að hún er dauð - heldur þorum að skapa eitthvað nýtt!

Forseti gæti frekar orðið "vigdís" - Dömur mínar og herrar: vigdís Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og vigdísin Dorrit Moussaieff

All best - The Odd Sounding Knee

Nafnlaus sagði...

Hmm.

Hvað um þessi lénsherralegu orð:

Af karlmennsku sinni og riddaramennsku bjargaði hann henni úr klóm ribbaldanna sjö.

Kannski er hefðin ekki alveg dauð.

Því ekki gat ég hugsað mér að láta þetta ógert.

Oddný er sagði...

Starfsheitið "riddari" var aflagt árið 1327. Nafnið "nafnlaus" er hinsvegar nýtt af nálinni.

Kær kveðja. - OS

Nafnlaus sagði...

Nafn mitt er Balzac.

Líklega ætti ég að segja Herra Balzac.

Mér mistókst að búa til notendanafn.

Fóta mig illa í hinni köldu og hálu Cyberiu enda stend ég á gömlum merg frá því fyrir árið 1327.

Nafnlaus sagði...

(Oddný Sturludóttir) Nafnið "nafnlaus" er hinsvegar nýtt af nálinni.

Hin fagurlokkaða Oddný hefur ekki alveg rétt fyrir sér.

Eða hvað hét foringinn sem af áræði og dug stýrði neðansjávarfleyinu Nautilusi heimshafanna á milli?

Nemo.

Og hvað kallaðist hinn ráðagóði Odysseifur þegar Kýklópinn Pólýfemus ætlaði hann lifandi að éta?

Nemo.

Pólýfemus? Hmm.

Skyldi kynjafræðin hafa eitthvað um þetta nafn að segja?

Með kveðju,
Balzac.

Oddný er sagði...

nafnlaus said...
Nafn mitt er Balzac.

Það var og.

Honoré de Balzac, franskur rithöfundur (1799-1850)

Það er alveg nóg fyrir mig að búa með lifandi rithöfundi þó ég sé ekki að atyrðast við framliðna.

Með kveðju frá NY - O