Það rímar ágætlega að mín fyrsta bloggfærsla á Eyjunni fjalli um framtíð Reykjavíkur - hvorki meira né minna.
Hún verður kynnt í Listasafni Reykjavíkur eftir fimmtán mínútur.
Úrslit alþjóðlegrar samkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar verða senn kunn.
Það örlar á frumsýningarstjörnum í maganum, þetta er stór dagur fyrir Reykjavík. Árið 2000 gekk ég um með barmmerki sem á var letrað: 102 - Reykjavík.
Og marseraði um með aktivistum sem vildu byggð í Vatnsmýri.
Reykjavíkurborg verður að þróast í átt til framtíðar. Ég óska þeim til hamingju sem staðið hafa fremst í stafninum og komið hafa umræðunni um byggð í Vatnsmýri upp úr hjólförunum. Dagur nokkur Eggertsson á sumpart meiri þátt í því en aðrir. Þetta er dagurinn hans.
Heimsþekkti hollenski arkitektinn Rem Koolhaas var í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum misserum og tjáði sig þar um Vatnsmýrina og möguleika Reykjavíkurborgar til framþróunar. Hann öfundar okkur af því að eiga land - í miðri borg - sem er svo gott sem ónumið.
,,Ég veit ekki um eina einustu borg sem býr við slíkan munað".
Er ekki framtíðin spennandi?
14 febrúar 2008
102 Reykjavík - munaður í miðri borg
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
"samstarfsvilja" allra nýjasta minnihlutans?
Gaman að sjá góðan penna geysast inn á hina annars döpru blogg-Eyju (að frátöldum Silfur-Agli að sjálfsögðu) og líka gaman að sjá kjörinn fulltrúa stinga niður stílvopni þótt langt sé í prófkjör og kosningar.
Velkomin til netsins, Oddný.
En ég tek eftir því að þú skrifar eins og þú sért enn í meirihluta. Voða stolt og jákvæð eitthvað, eins og Dagur sé að fara að byggja upp Vatnsmýrina. Ber þetta vott um afneitun vonsvikinnar konu eða er hér á ferð jákvæður og bjartsýnn "samstarfsvilji" nýja meirihlutans?
Afsakið. Siðasta orðið hér að ofan átti að vera "minnihlutans".
Leiðinlegt að sjá vitleysinga eins og þennan menga fyrstu færsluna þína.
Ég vil benda þér á borgina Stokkhólm í Svíþjóð. Þar er álíka landsvæði "ónumið". Kynntu þér afstöðu þeirra sem þar ráða ferð til þess svæðis.
M.b.k.
Til hamingju með nýja bloggið Oddný!
Þetta eru auðvitað mikil forréttindi að geta skipulagt þetta svæði núna á 21. öldinni og ánægjulegt að sú vinna sé að fara fram heildrænt en ekki í einhverju "bútasaumsskipulagi".
Það er líka ánægjulegt og beinlínis gott fyrir hjartað að sjá rætt um málefni í borgarstjórn Reykjavíkur eftir rússíbana undanfarinna vikna. Vonandi er þetta merki um nýja og bjartari tíma.
Staðsetning flugvallarins er hins vegar stóra viðfangsefnið sem allt veltur á.
Það er einhvern veginn alltaf verið að spyrja fólk HVORT það vilji hafa hann í Vatnsmýrinni í stað þess að spyrja HVERT það vilji flytja hann eða HVAR það vilji hafa hann. Það er ekkert mál að vilja hann burt en það er flókið að finna honum stað.
Mér finnst varla þurfa að skoða þann möguleika að koma flugvellinum fyrir á Hólmsheiði, í 120 metra hæð yfir sjávarmáli á næstu hæð við helsta vatnsból Reykvíkinga. Það er fráleit hugmynd.
Mér skilst að vegna veðurs geti Keflavíkurflugvöllur ekki virkað sem innanlandsflugvöllur þar sem þar er allt of hvasst fyrir litlu innanlandsvélarnar þótt stóru farþegaþoturnar geti notað völlinn. Það er engin tilviljun að Airbus notaði Keflavíkurflugvöll til að prófa stóru Airbusvélina í hliðarvindi.
Mín skoðun er hins vegar sú að EF það er gerlegt vegna seltuvandamála þá ætti að sameina Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll á uppfyllingu út af Lönguskerjum eða annars staðar út af Reykjavík eða Álftanesi með tengingu til Reykjavíkur. Þá væri komið með Keflavíkurflugvöll til Reykjavíkur en ekki öfugt. Síðan væri hægt að nota Keflavíkurflugvöll sem fríverslunarsvæði milli Evrópu og Ameríku. Hægt verður að bæta þriðja leggnum við, Asíu, þegar farið verður að fljúga yfir pólinn sem ætti að gerast á næstu 5-15 árum.
Skrifa ummæli