Það er gott að hafa fyrrverandi borgarfulltrúa á Alþingi. Ég heyrði í Árna Þór í fréttum í kvöld þar sem hann sagði frá málaflutningi nokkurra þingmanna um léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu, Steinunn Valdís er með honum í tillögunni og fleiri góðir þingmenn. Það líst mér aldeilis vel á og ekki rímar það illa við málaflutning nokkurra borgarfulltrúa, sér í lagi nú þegar Vatnsmýrin er öll að galopnast með æsispennandi tækifærum fyrir Reykvíkinga.
Árni Þór vísaði til lestarkerfis Strassbourgar og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég og pabbi vorum þar á ferð árið 2003 - og féllum í stafi yfir straumlínulöguðum, snyrtilegum, nettum og þögulum léttlestum borgarinnar.
Í Strassbourg búa 252.000 manns. Léttlestarlínurnar eru fjórar og fjöldi lesta um 50, allar frekar litlar. Tékkiði á linknum hér að ofan, Tram 1 og Tram 2 geyma margar myndir.
20 febrúar 2008
Strassbourg. Lífið er létt...lest.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vatnsmýrin hefur nú ekki opnast þótt framtíðarsýnin sé klár. Fyrst þarf að finna annan stað fyrir blessaðan flugvöllinn.
Ég er mjög hrifin að svona hugmyndum enda þekki vel til Strasbourgar.
Létt-lestirnar þar (sem í mínum huga heita reyndar sporvagnar) voru svakalega vinsælar og notkun þeirra fór langt fram úr öllu áætlunum. En það er ekki nóg að vilja gera svona það þarf að vanda vel til verksins, Borgin Nancy - litu öfundarauga til nágranna sinna í Strasbourg og fóru í svipaðar framkvæmdir, það varð algert pólitíkst og fjárhagslegt fíaskó, alltaf að bila, öllu slysum og allir hundóánægðir. Svo ég segi já gerum svona en vöndum okkur og ekki gera slíkt að einhverjum pólitískum hanaslag.
Skrifa ummæli