22 febrúar 2008

Hyvä Päivä

Það er finnskur leiðbeinandi á yngstu deild Grænuborgar, deildinni sem dóttir mín dvelur á. Hún heitir Heli og er búin að kenna Margréti Maríu, tveggja ára, að bjóða góðan daginn á finnsku. Heli talar ljómandi góða íslensku eftir eins árs dvöl og ég vona sannarlega að hún verði sem lengst hjá okkur á Grænuborg.

En Margrét óskaði afa sínum til hamingju með daginn á íslensku í morgun. Hann var að leggja í hann norður með ömmu og skíðin í skottinu.

Amma situr þó í farþegasætinu.

Ég óska vini mínum Pétri tónmenntakennara í Austurbæjarskóla innilega til hamingju með tilnefninguna til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins! Hann er vel að henni kominn.

Tónmenntakennarar eru þyngdar sinnar virði í gulli í dag - enda landlægur skortur á þeim og allt of mörg börn sem verða af góðri tónmenntakennslu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tek undir heillaóskir til Péturs Hafþórs Jónssonar.
Frábær tónlistarkennari og óhemju áhugasamur um að miðla af þekkingu sinni og gerir það þannig að fólk hrífst með. Nýja kennsluefnið frá honum er skíragull.

Nafnlaus sagði...

Smá besserviss og smásmugulegheit: Það eru tvö ä í bæði hyvää og paivää ef það er sagt sem kveðja. Annars þýðir þetta "góður dagur" en ekki "góðann daginn"...
Ég bjó í mörg ár í Finnlandi, sko!

Nafnlaus sagði...

Og svo segir maður ekki góðann, heldur góðan þegar maður býður fólki góðan dag! Sem ég ætla að afsaka með því að bera við að hafa búið í Bandaríkjunum í átta ár. Þetta fær maður fyrir að vera að fetta fingur út í stafsetningu annarra... ;)

Oddný er sagði...

Ha ha Magnús. Takk fyrir þetta. Þetta var stafsett eftir mínu hyggjuviti og finnskri-enskri orðabók sem ég fann á víðáttum alnetsins...