01 maí 2008

Maísól

Hún skein skært maísólin okkar í dag. Enda brenna víða eldar heitir í þjóðfélaginu í dag og sannarlega þarfur boðskapur sem félagshyggjuöflin og verkalýðsfélögin kyrja um stræti og torg á þessum fyrsta degi maímánaðar, degi verkalýðsins.

Maísólin heita skein á félaga í verkalýðshreyfingum, hún skein á Frammara og Víkinga sem fögnuðu aldarafmæli sínu í dag. Hún skein á framúrskarandi starfsfólk BUGL, prófessor Rannveigu Traustadóttur og ráðherra félagsmála Jóhönnu Sigurðardóttur sem fengu félagshyggjuverðlaun UJ í dag.

Sólbökuð höldum við hjónaleysin nú í Þjóðleikhúsið. Söngleikur um diskó og pönk verður sýndur í fyrsta skipti nú í kvöld.
Bóndi minn lofar góðri skemmtun. Ég trúi honum.

Engin ummæli: