22 maí 2008

Látið okkur vera!


Þetta er rétt hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur. Eitt sinn heyrði ég sögu af flóttamannafjölskyldu sem settist að í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Nokkrar íslenskar stuðningsfjölskyldur höfðu gefið kost á sér til halds og trausts og tóku hlutverk sitt alvarlega. Eftir nokkurra mánaða dvöl hafði einn flóttamaður samband við tengilið sinn hjá Rauða Krossinum og var allur hinn vandræðalegasti. 

Allt gekk vel, skólaganga barnanna, aðlögun fjölskyldunnar og öllum leið vel. En flóttamaðurinn vildi þó vekja máls á einu ,,vandamáli". 

Vandamálið reyndist helst vera það að hinar íslensku stuðningsfjölskyldur voru að kæfa hina landflótta fjölskyldu í umhyggju og vinahótum og þau báðust vægðar.

Þessi saga er gjarnan sögð þegar góður árangur Íslendinga í móttöku flóttamanna er reifaður. 

Engin ummæli: