18 maí 2008

Íslenska stórfjölskyldukerfið og afslöppuð þjóð

Ég var vakin í morgun af vinkonu í Edinborg sem sagðist hafa séð mig á forsíðu Observer Magazine þegar hún skaust út eftir brauði í morgunsárið. Það er naumast. 


Íslensk hamingja dró blaðamanninn John Carlin upp á klakann í vetur. Hann vildi komast að því hver raunveruleg ástæða góðra lífskjara og sprúðlandi krafts og hamingju væri. 

Niðurstöðurnar má lesa hér. En í grófum dráttum má segja að frábært stórfjölskyldukerfi, hugrekki íslenskra kvenna, þátttaka íslenskra karla í uppeldi barna (sinna og annarra) og fordómaleysi Íslendinga í garð bútasaumsfjölskyldna séu hamingjuvaldarnir. Að mati John Carlin. 

Hann klykkir út með að líkja okkur við Afríkubúa hvað hugarfar okkar til barna snertir. 
Við eigum börnin saman - það hef ég líka alltaf sagt! 

Ég mæli með greininni. 

Engin ummæli: