05 maí 2008

Ljáðu því eyra

Á morgun er megrunarlausi dagurinn.

Það þýðir ekki að við tökum til óspilltra málanna og borðum yfir okkur af djúpsteiktum mat.

Vonandi færir megrunarlausi dagurinn okkur nær því að láta af landlægum fordómum okkar í garð feitra, þybbinna og holdgóðra.

Fögnum margbreytileikanum

Gerum ekki ráð fyrir því að feitir séu óheilbrigðir og grannir heilbrigðir.

Hættum að hrósa fólki fyrir að missa nokkur kíló.

Hættum að skammast okkar fyrir að uppfylla ekki staðalímyndir sem aðrir hafa búið til.

Ljáum því eyra sem við þurfum að heyra.

-Nefndin-

4 ummæli:

Halli sagði...

Já, það er tvímælalaust þörf á því að hætta að amast í frjálslega vöxnu fólki.

Ísland á ekki við offituvandamál að stríða heldur býr það við aukinn og stærri fjölbreytileika.

Megrun, hvort sem er með aukinni hreyfingu eða bættu mataræði, er bara amerísk staðalímyndafirra! Fjölbreytt fólk sameinumst!

Halli sagði...

(Annars er ég mun harðari andstæðingur skyndilausna og á stundum jákvæður gagnvart staðalímyndinni um heilbrigði og hraustleika.

Við þyrftum kannski að hafa einn eða fleiri tímaleysislausan dag þar sem fólk er hvatt til að hreyfa sig í þennan hálftíma á dag og horfa gagnrýnum augum á staðalímyndina um lífsgæðakapphlaupið.)

Nafnlaus sagði...

Hrósum víst!
Það er sjálfsagt að hrósa fólki sem missir nokkur kíló ef því líður betur án þeirra. Það er jafn sjálfsagt að hrósa þeim sem bæta þeim á sig, hætta að reykja, taka upp á sundferðum, skipta í betra mataræði án þyngdarbreytingar, segja upp stöð 2 eða eru bara almennt á einhvern hátt hróss verðir eða þurfa á hrósi að halda.
Hrannar

Nafnlaus sagði...

hmmmm....veit ekki alveg með það. Þekki nokkra(r) sem hafa daðrað við lystarstol. En þekki mjög marga sem hafa glímt og munu glíma við offitu.