Dagur barnsins er á morgun að frumkvæði ráðuneytis Jóhönnu Sigurðardóttur. Markmið hans er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi samverustunda barna og fullorðinna. Líklega verður það seint nógu oft sagt að við Íslendingar vinnum of langan vinnudag og börnin dvelja of lengi á leikskóla - og ein heima hjá sér þegar grunnskólinn tekur við.
Dagur barnsins er í rökréttu framhaldi af öðrum velferðaráherslum þessarar ríkisstjórnar sem nú blæs á fyrsta kertið af fjórum á afmæliskökunni.
Dagur barnsins er á morgun, sunnudag. Hátíð í Ráðhúsinu milli 14 og 15; börn syngja og spila, Skilaboðaskjóðan treður upp og Felix Bergsson stýrir.
Einkunnarorð dagsins eru ,,Gleði og samvera". Fyrir gráglettni örlaganna held ég einmitt til útlanda á sunnudagsmorgun - í ferð á vegum borgarinnar... en mun reyndar kynna mér barnalistahátíðir í Bretlandi til undirbúnings fyrstu barnalistahátíð Reykjavíkurborgar vorið 2009.
Kveðja, móðir í hjáverkum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli